Sýndarsiðferði Davíð Þorláksson skrifar 22. maí 2019 07:00 Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun