Fólk með vímuefnavanda statt í Squid Game Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. apríl 2022 08:01 Um helgina birtist átakanlegt viðtal í fjölmiðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir því að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans. Við aðstandendur vitum vel hvað þessi bið þýðir. Við þekkjum það að þora ekki að slökkva á símanum á nóttunni, að hrökkva í kút þegar dyrabjöllunni er hringt af ótta við slæmar fréttir. Hundruð sjúklinga sem bíða eftir meðferð þýðir þúsundir aðstandenda sem vaka og sofa yfir örlögum þeirra. Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir sjúkdómar og bið fólks í vímuefnavanda eftir meðferð getur verið dauðadómur. Ungi maðurinn lýsir því að hann hafi misst fjóra vini úr ofneyslu frá því í desember. Líf fólks í fíknivanda sem bíður eftir meðferðarúrræði er eins og raunveruleg útgáfa af Squid Game; líf þátttakenda eru undir og enginn veit hver verður næstur. Langir biðlistar eftir meðferð eru mótsögn við þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Af þeim sökum hef ég, ásamt hópi þingmanna, lagt fram tillögu til þingsályktunar Alþingis um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnafíknar. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að skipa starfshóp sérfræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlítandi þjónustu vegna fíknar sinnar, og að hópnum verði falið að koma með tillögur að úrbótum. Það er nauðsynlegt að hópar vímuefnasjúklinga verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Það ætti að vera algjört forgangsmál hjá stjórnvöldum að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði, enda eru forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Með því látum við ekki sitja við orðin tóm; með því tökum við á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um helgina birtist átakanlegt viðtal í fjölmiðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir því að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans. Við aðstandendur vitum vel hvað þessi bið þýðir. Við þekkjum það að þora ekki að slökkva á símanum á nóttunni, að hrökkva í kút þegar dyrabjöllunni er hringt af ótta við slæmar fréttir. Hundruð sjúklinga sem bíða eftir meðferð þýðir þúsundir aðstandenda sem vaka og sofa yfir örlögum þeirra. Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir sjúkdómar og bið fólks í vímuefnavanda eftir meðferð getur verið dauðadómur. Ungi maðurinn lýsir því að hann hafi misst fjóra vini úr ofneyslu frá því í desember. Líf fólks í fíknivanda sem bíður eftir meðferðarúrræði er eins og raunveruleg útgáfa af Squid Game; líf þátttakenda eru undir og enginn veit hver verður næstur. Langir biðlistar eftir meðferð eru mótsögn við þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Af þeim sökum hef ég, ásamt hópi þingmanna, lagt fram tillögu til þingsályktunar Alþingis um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnafíknar. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að skipa starfshóp sérfræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlítandi þjónustu vegna fíknar sinnar, og að hópnum verði falið að koma með tillögur að úrbótum. Það er nauðsynlegt að hópar vímuefnasjúklinga verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Það ætti að vera algjört forgangsmál hjá stjórnvöldum að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði, enda eru forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Með því látum við ekki sitja við orðin tóm; með því tökum við á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun