Áskorun til heilbrigðisráðherra Emma Marie Swift skrifar 11. apríl 2023 16:01 Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar