Riddarar kærleikans Halla Tómasdóttir skrifar 27. september 2024 06:02 Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun