Heilbrigðiskerfið í bakkgír Ingibjörg Isaksen skrifar 12. júní 2025 07:30 Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi. Fljótt á litið virðast hér vera um að ræða göfugt og gott markmið en þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Sambærilegt ákvæði vegna niðurgreiðslu fyrir fram ákveðinnar læknismeðferðar sem sjúkratryggður undirgengst hjá einkareknum veitendum heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki að finna í frumvarpinu. Hér sitja því innlendir þjónustuveitendur ekki við sama borð og þjónustuveitendur erlendis. Það er eðlilegt að leitað sé leiða til að bregðast hraðar við þegar þörfin er brýn. Enginn á að þurfa að bíða lengur en nauðsynlegt er eftir aðgerð eða greiningu sem getur bætt lífsgæði og stuðlað að betri heilsu. En það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja að sú þjónusta sem er í boði hér heima – og uppfyllir fagleg skilyrði – sé nýtt áður en horft er til úrræða erlendis. Tækifæri sem ríkisstjórnin nýtir ekki Undirrituð lagði fram breytingartillögu við ofangreint frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að þessi grundvallarregla – að nýta fyrst heilbrigðisþjónustu innanlands áður en leitað yrði erlendis – yrði lögfest. Sú tillaga var felld af stjórnarmeirihlutanum. Þar með liggur fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kýs að hafa ekki í lögum þá eðlilegu skyldu að bjóða einstaklingum upp á meðferð hér á landi, ef hún er til staðar, áður en gripið er til dýrari og flóknari úrræða utan landsteinanna. Þessi nálgun er ekki eingöngu kostnaðarsöm og ámælisverð út frá hagkvæmnissjónarmiðum – hún er einnig táknræn fyrir þann skort á trausti og framtíðarsýn sem birtist í afstöðu ríkisstjórnarinnar til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Snúið upp á einkarekstur Stefna nýrrar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum er svo sannarlega umhugsunarverð. Hvers vegna velur ríkisstjórnin að senda sjúklinga úr landi í leit að heilbrigðisþjónustu, þótt sambærileg þjónusta sé í boði hér heima? Jú, ætlun ríkisstjórnarinnar blasir við, það á greinilega að snúa upp á einkareksturinn og það er byrjað, og það fyrst á konum með endómetríósu. En ekki á að semja um fleiri slíkar aðgerðir í ár. Hér sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit í sinni tærustu mynd og andúð við einkarekstur hér á landi. Það sætir furðu að Viðreisn sé sammála þessari stefnu, enda þvert á þeirra málflutning síðustu ár. Undirrituð spyr sig, er stefna Viðreisnar nú allt í einu að draga enn frekar úr aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu með því að vega að einkarekstri og fækka valkostum? Við höfum góða reynslu Við höfum á undanförnum árum séð að samstarf opinberra og sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustuaðila getur gengið vel þegar markmiðin eru skýr og sjúklingurinn er í forgrunni. Willum Þór Þórsson lagði áherslu á í tíð sinni sem heilbrigðisráðherra að semja um lýðheilsutengdar aðgerðir og létta þannig á opinbera kerfinu. Afköst Landspítalans jukust um 10% vegna þess að létt var á álagi af honum, landsliðið okkar á skurðstofum sjúkrahúsanna hafði tíma til að sinna flóknum aðgerðum á meðan samið var um einfaldari aðgerðir við einkaaðila. Það er með öllu óskiljanlegt að loka á þessa leið og beina fjármunum til erlendra heilbrigðisþjónustuaðila áður en fullreynt er hvað hægt sé að gera hér heima. Þessi pólitíska ákvörðun dregur úr getu okkar til að byggja upp innlent kerfi og stytta biðlista til lengri tíma. Nýtum þekkinguna sem er hér innanlands Það liggur fyrir að fjölbreytt heilbrigðisþjónusta er í boði hér heima, bæði innan opinbera kerfisins og hjá fagfólki sem starfar utan þess. Að baki innlendri heilbrigðisþjónustu eru aðilar sem búa yfir sérþekkingu og geta sinnt sjúklingum án tafar ef þeim er gert kleift að taka að sér þær aðgerðir sem um ræðir. Að nýta þennan dýrmæta mannauð er ekki bara skynsamlegt – það er einnig í þágu fólksins sem þarf á þjónustunni að halda. Það skiptir máli að einstaklingurinn fái lausn sem er bæði fagleg og raunhæf, án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt, ferðast þúsundir kílómetra og treysta á flókin milligöngukerfi. Heilbrigðisþjónusta á að byggja á trausti, samvinnu og sameiginlegri ábyrgð. Við eigum að nýta krafta þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan stofnana eða utan þeirra. Þannig búum við til kerfi sem þjónar fólki – ekki kerfinu sjálfu. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Alþingi Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi. Fljótt á litið virðast hér vera um að ræða göfugt og gott markmið en þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Sambærilegt ákvæði vegna niðurgreiðslu fyrir fram ákveðinnar læknismeðferðar sem sjúkratryggður undirgengst hjá einkareknum veitendum heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki að finna í frumvarpinu. Hér sitja því innlendir þjónustuveitendur ekki við sama borð og þjónustuveitendur erlendis. Það er eðlilegt að leitað sé leiða til að bregðast hraðar við þegar þörfin er brýn. Enginn á að þurfa að bíða lengur en nauðsynlegt er eftir aðgerð eða greiningu sem getur bætt lífsgæði og stuðlað að betri heilsu. En það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja að sú þjónusta sem er í boði hér heima – og uppfyllir fagleg skilyrði – sé nýtt áður en horft er til úrræða erlendis. Tækifæri sem ríkisstjórnin nýtir ekki Undirrituð lagði fram breytingartillögu við ofangreint frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að þessi grundvallarregla – að nýta fyrst heilbrigðisþjónustu innanlands áður en leitað yrði erlendis – yrði lögfest. Sú tillaga var felld af stjórnarmeirihlutanum. Þar með liggur fyrir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kýs að hafa ekki í lögum þá eðlilegu skyldu að bjóða einstaklingum upp á meðferð hér á landi, ef hún er til staðar, áður en gripið er til dýrari og flóknari úrræða utan landsteinanna. Þessi nálgun er ekki eingöngu kostnaðarsöm og ámælisverð út frá hagkvæmnissjónarmiðum – hún er einnig táknræn fyrir þann skort á trausti og framtíðarsýn sem birtist í afstöðu ríkisstjórnarinnar til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Snúið upp á einkarekstur Stefna nýrrar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum er svo sannarlega umhugsunarverð. Hvers vegna velur ríkisstjórnin að senda sjúklinga úr landi í leit að heilbrigðisþjónustu, þótt sambærileg þjónusta sé í boði hér heima? Jú, ætlun ríkisstjórnarinnar blasir við, það á greinilega að snúa upp á einkareksturinn og það er byrjað, og það fyrst á konum með endómetríósu. En ekki á að semja um fleiri slíkar aðgerðir í ár. Hér sýnir Samfylkingin sitt rétta andlit í sinni tærustu mynd og andúð við einkarekstur hér á landi. Það sætir furðu að Viðreisn sé sammála þessari stefnu, enda þvert á þeirra málflutning síðustu ár. Undirrituð spyr sig, er stefna Viðreisnar nú allt í einu að draga enn frekar úr aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu með því að vega að einkarekstri og fækka valkostum? Við höfum góða reynslu Við höfum á undanförnum árum séð að samstarf opinberra og sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustuaðila getur gengið vel þegar markmiðin eru skýr og sjúklingurinn er í forgrunni. Willum Þór Þórsson lagði áherslu á í tíð sinni sem heilbrigðisráðherra að semja um lýðheilsutengdar aðgerðir og létta þannig á opinbera kerfinu. Afköst Landspítalans jukust um 10% vegna þess að létt var á álagi af honum, landsliðið okkar á skurðstofum sjúkrahúsanna hafði tíma til að sinna flóknum aðgerðum á meðan samið var um einfaldari aðgerðir við einkaaðila. Það er með öllu óskiljanlegt að loka á þessa leið og beina fjármunum til erlendra heilbrigðisþjónustuaðila áður en fullreynt er hvað hægt sé að gera hér heima. Þessi pólitíska ákvörðun dregur úr getu okkar til að byggja upp innlent kerfi og stytta biðlista til lengri tíma. Nýtum þekkinguna sem er hér innanlands Það liggur fyrir að fjölbreytt heilbrigðisþjónusta er í boði hér heima, bæði innan opinbera kerfisins og hjá fagfólki sem starfar utan þess. Að baki innlendri heilbrigðisþjónustu eru aðilar sem búa yfir sérþekkingu og geta sinnt sjúklingum án tafar ef þeim er gert kleift að taka að sér þær aðgerðir sem um ræðir. Að nýta þennan dýrmæta mannauð er ekki bara skynsamlegt – það er einnig í þágu fólksins sem þarf á þjónustunni að halda. Það skiptir máli að einstaklingurinn fái lausn sem er bæði fagleg og raunhæf, án þess að þurfa að yfirgefa heimili sitt, ferðast þúsundir kílómetra og treysta á flókin milligöngukerfi. Heilbrigðisþjónusta á að byggja á trausti, samvinnu og sameiginlegri ábyrgð. Við eigum að nýta krafta þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan stofnana eða utan þeirra. Þannig búum við til kerfi sem þjónar fólki – ekki kerfinu sjálfu. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun