Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Íbúar eigi að ráða sameiningu

Oddvitar fimm fámennustu sveitarfélaga landsins eru á einu máli um að hugsanleg ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Í þessum sveitarfélögum er fjöldi íbúa 40 til 74.

Innlent
Fréttamynd

Lágmarksstærð sveitarfélaga verði lögfest við þúsund íbúa

Nýjar tillögur formanns Framsóknarflokksins um eflingu sveitarstjórnarstigsins fela í sér að lágmarksstærð sveitarfélaga verði sett á laggirnar, verður miðað við þúsund íbúa. Formaður Sambands sveitarfélaga segir mikilvægt að sveitarfélögum verði gert kleift að sinna lögbundnum hlutverkum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir tillögu um sveitarfélög

Drög að þingsályktunartillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Drögin byggja á grænbók um málefni sveitarfélaga sem kynnt var síðastliðið vor.

Innlent
Fréttamynd

Stærri og sterkari sveitarfélög

Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup

Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá

Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar

Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.

Innlent
Fréttamynd

„Valdníðsla gagnvart íbúum Flóahrepps“

„Ég óska því eftir að sveitarstjórn Flóahrepps sendi Heilbrigðiseftirliti Suðurlands erindi þar sem við afþökkum samflot við önnur sveitarfélög á Suðurlandi hvað þetta hreinsunarátak varðar og höfnum alfarið að gengið verði að íbúum Flóahrepps með þessum hætti", segir Árni Eiríksson, oddviti Flóahrepps vegna hreinsunarátaksins "Hreint Suðurland".

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu

Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum.

Innlent