Jafnréttismál = Groundhog day Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2024 07:30 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun