Íslendingar erlendis

Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana
Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna.

Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands
Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld.

Þurfti að taka vel til í vinahópnum eftir særandi slúðursögur
Líf Drífu Bjarkar Linnett Kristjánsdóttur breyttist varanlega í febrúar í fyrra þegar hún missti eiginmann sinn í eldsvoða sem varð í bílskúr heimilis þeirra á Tenerife. Litlu munaði að fleiri í fjölsyldunni yrðu eldinum að bráð.

Vinna að því að koma Íslendingunum heim
Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.

Ísraelsferð níutíu Íslendinga í uppnámi en allir heilir á húfi
Íslenskur fararstjóri sem staddur er í Jerúsalem með hóp níutíu farþega segir hópinn heilan á húfi, en sé engu að síður uggandi yfir að ferðin sé komin í uppnám. Mörg hundruð manns eru látnir báðum megin landamæra Ísraels og Palestínu.

Þurfti að læra allt upp á nýtt
Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás.

Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum
Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið.

Giftu sig í hvítum bikiníum á Havaí
Alda Karen Hjaltalín athafnakona og áhrifavaldur og ástkona hennar, Katherine Lopez, gengu í hjónaband á Havaí þann 4. ágúst síðastliðinn.

Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim
Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins.

Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku
Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust.

Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims.

Sænskur draumur eftir hvatvísa ákvörðun Ásu og Leos
Ferðaljósmyndarinn og ævintýrakonan, Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Alsved, festu kaup á rómantísku gulu timburhúsi í Svíþjóð.

Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam
Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun.

Heimaleikurinn verðlaunaður í Malmö
Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama, stærstu heimildarmyndahátíð Norðurlandanna á þriðjudagskvöld.

Íslensk fyrirsæta áberandi á tískupöllum Mílanó
Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur verið að gera það gott í tískuheiminum en hún er búsett á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi á tískuvikunni í Mílanó sem kláraðist í gær en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá.

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin
Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Örlagarík skilaboð: „Besta ákvörðun lífs míns“
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir tók örlagaríku ákvörðun fyrir tíu árum þegar hún lagði inn pöntun fyrir málverki hjá listamanninum Ella Egilssyni. Í dag eru þau búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, gift og eiga eina dóttur, Ignaciu, tveggja ára.

Grímur og Svanhildur giftu sig á spænskum herragarði
Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í það heilaga á spænsku eyjunni Mallorca um helgina.

Íslendingur handtekinn í Brasilíu fyrir að áreita ungling kynferðislega
Íslenskur karlmaður var á föstudag handtekinn á flugvelli í Sao Paulo í Brasilíu fyrir að áreita unga stelpu kynferðislega.

Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn.

„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“
„Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi.

„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“
Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar.

„Þessi óvissa er algjör martröð“
Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi.

Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi
Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans
Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland.

Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram
Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram.

Stunur og smjatthljóð í splunkunýju tónlistarmyndbandi
Glimmer og gallaefni ráða ríkjum í splunkunýju tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Ultraflex við lagið Digg Digg Deilig. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í pistlinum.

Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg
„Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter.

Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis
Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

„Það sprakk eitthvað inní mér og tárin bara hrundu niður“
Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur, veistustýra og lífskúnstner er stödd um þessar mundir í hinu heimalandi sínu, Króatíu. Þar er hún, ásamt systrum sínum, að heimsækja styrktarbarnið sitt í SOS barnaþorpi. Hún segir upplifunina einstaka.